Skíðaferð

Skíðaferð Reykjahlíðarskóla, sem þurfti að fresta fyrir páska, var loks á dagskrá í dag. Hlíðarfjall tók á móti okkur með sól og blíðviðri og skemmtu bæði nemendur og starfsfólk sér konunglega. Fyrst vorum við þar ásamt öðrum skóla frá Akureyri en eftir hádegið höfðum við brekkurnar og lyfturnar nær algjörlega útaf fyrir okkur. Flest fóru á skíði en einnig vildu nokkrir nemendur spreyta sig á brettum og tókst vel til. Það var glatt og sólbakað skíðafólk sem hélt heim á leið seinnipartinn eftir einstaklega vel heppnaða ferð.