Nemendaþing Reykjahlíðarskóla

Nemendur í einum hópnum ræða um það hvernig gera megi frímínútur skemmtilegar fyrir alla.
Nemendur í einum hópnum ræða um það hvernig gera megi frímínútur skemmtilegar fyrir alla.

Miðvikudaginn 19. febrúar var haldið nemendaþing um frímínútur í Reykjahlíðarskóla. Allir nemendur sem mættir voru þann dag tóku þátt en nemendum var skipt í 8 hópa, þvert á aldur. Hóparnir höfðu það verkefni að ræða ýmsar spurningar um frímínútur, skrifa niðurstöður niður á blað og að lokum kynna fyrir hinum hópunum. 

Unnið var með 16 spurningar en hver hópur svaraði 5 - 10 spurningum, það fór eftir því hvað umræður voru miklar um hverja og eina. Spurningar á borð við: Hvað er gott við frímínúturnar? Hvað má bæta við frímínúturnar? Hvernig getum við hjálpast að við að öllum líði vel í frímínútum? Hvað gerum við ef einhver er einn í frímínútum? Eru reglurnar í leikjum sanngjarnar fyrir alla?

Spurningarnar voru gerðar til að fá nemendur til að hugsa um eigin þátt í frímínútum og hvernig við sem heild gætum gert frímínútur ánægjulegar fyrir alla, bæði nemendur og starfsfólk, með því að hver horfi á sinn þátt. Nemendur voru raunsæir og úrræðagóðir, vita upp á hár hvað þarf til að frímínútur séu skemmtilegar og komu með margar góðar hugmyndir. Kynningar gengu vel og heilt yfir var samhljómur í svörum hópanna. Lögð var sérstök áhersla á að auðvelt væri að skrifa ýmislegt niður á blað en mesta áskorunin væri fólgin í því að fara eftir því sem rætt var um. 

Innra mats teymi skólans mun fara yfir niðurstöður þingsins og kynna nemendum og starfsfólki í samveru.