Sundnámskeið

Síðustu tvær vikur hafa 1. - 4. bekkur verið á sundnámskeiði á Laugum. Síðan sundlaugin í Reykjahlíð lagðist af hafa nemendur Reykjahlíðarskóla sótt sundnámskeið tvisvar á skólaári, að hausti og vori. Jóhanna íþróttakennari, gerði hlé á fæðingarorlofi sínu og sá um kennsluna að þessu sinni. Veðrið hefur verið undarlegt og man starfsfólk skólans ekki eftir því að sundkennsla að vori hafi farið fram í viðlíka veðurfari þar sem snjór, kuldi og vindur ráða ríkjum. Lokadagur sundnámskeiðins verður á morgun, 19. apríl og hafa nemendur staðið sig með prýði.