Tónlistarkennari óskast

Tónlistarkennari óskast

 

Reykjahlíðarskóli í Mývatnssveit óskar eftir tónlitarkennara til starfa í staðbundið starf.  Fullt starf í boði eða eftir óskum viðkomandi kennara, um framtíðarstarf er að ræða.

Í Reykjahlíðarskóla eru 40 nemendur, vel yfir helmingur þeirra í tónlistarnámi og áhuginn er meiri. Nemendur hafa síðustu misseri fengið hljóðfærakennslu í gegnum fjarfundarbúnað en við óskum eftir kennara á staðnum. Skólinn er ágætlega búinn hljóðfærum.

Helstu verkefni:

- Hljóðfærakennla

- Tónmenntakennsla hópa bæði leik- og grunnskóladeildar 

- Halda utan um samspil nemenda 

- Eiga í samskiptum við fjarkennara ef þarf

- Skipuleggja tónleika og aðra viðburði tónlistardeildar í samráði við aðra tónlistarkennara

 

Hæfniskröfur:

- Háskólapróf í tónlist eða tónlistarnám sem nýtist í starfi

- Reynsla af kennslu og meðleik æskileg

- Sjálfstæð, skapandi og skipulögð vinnubrögð

- Stundvísi og frumkvæði í starfi

- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

- Víðtæk hljóðfærakunnátta er mikill kostur

 

Laun taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH).

Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð og íslenskukunnáttu (C1)

 

Frekari upplýsingar veitir skólastjóri, Hjördís Albertsdóttir, hjordis@reykjahlidarskoli.is eða í síma 464-4375. Umsóknir sendist á sama netfang.