Gjöf frá foreldrafélaginu
23.02.2024
Það var vel við hæfi á röndótta/litríka degi Reykjahlíðarskóla að fulltrúar foreldrafélags skólanna, þau Karen og Benedikt Orri, færðu okkur fána fjölbreytileikans að gjöf. Fáni fjölbreytileikans minnir okkur á það að ekki eru allir eins og allir eiga rétt á að vera eins og þeir vilja vera, án þess að meiða aðra. Við þökkum kærlega fyrir gjöfina og munum finna fánanum góðan stað hérna innandyra hjá okkur þar sem hann er ekki gerður fyrir flaggstöng í íslensku veðurfari.