Frábær árangur í Lífshlaupinu
27.02.2025
Nemendur okkar stóðu sig frábærlega í Lífshlaupinu, landsátaki í hreyfingu, sem fram fór í febrúar. Í grunnskólakeppninni náði skólinn glæsilegum árangri og lenti í 5. sæti á landsvísu með heildarfjölda 62.050 hreyfimínútna.