Fréttir

Ólympíuhlaupið

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september ár hvert og við í Reykjahlíðarskóla gerðum ýmis verkefni í tilefni dagsins. Nemendur 1. - 2. bekkjar fóru út og fundu efnivið í listaverk, 3. - 4. bekkur fór líka út og fann efnivið sem þau notuðu í sjálfsmyndir. Efniviðurinn sem fannst á skólalóðinni var margbreytilegur t.d. sprek, steinar, gras, lauf og sandur. Nemendur 5. - 6. bekkjar fóru út í náttúrubingó, þá eru ákveðnir hlutir sem nemendur eiga að finna í náttúrunni og taka mynd af og 7. - 10. bekkur vann með ljóstillífun.

Sund 1. - 4. bekk á Laugum

Nemendur í 1. - 4. bekk fóru sjö sinnum í sund á Laugum 28. ágúst - 5. september. Kennslan gekk vel, nemendur stóðu sig mjög vel og framfarir voru góðar. Mikil ánægja var með nýju sturtuaðstöðuna í búningsklefunum og óskum við ÍML til hamingju með uppfærsluna.